Urðarhvarf 8 er eitt stærsta skrifstofuhúsnæði landsins. Húsið stendur á útsýnisstað við Elliðaárdal. Urðarhvarf 8 er hagkvæmur kostur fyrir leigjendur, sér í lagi sé tekið tillit til gæða sem húsið hefur uppá að bjóða.
Urðarhvarf 8
2020
17000 fm
Skrifstofurými
Markmiðið með hönnun hússins er að bjóða leigurými sem uppfylla allar helstu kröfur nútímans um hverskonar þjónustu, tækni og aðstöðu.
Fyrstu leigjendur fluttu inn í janúar 2020 og áætlað er að öllum framkvæmdum ljúki á árinu 2022. Í boði verða minni rými þó húsið sé einstakur kostur fyrir stórnotendur þar sem umfangsmikil starfsemi kemst fyrir á einum og sama staðnum.
Helstu tölur:
- Heildarstærð er um 17.000 fm
- Útleigurými frá 180 til 500 fm
- Næg bílastæði og gott aðgengi
- Frábært útsýni yfir Esjuna og Elliðaárdalinn
- Sérsniðin rými eru afhent á 5 mánuðum.
Staðsetning er ekki síðri en miðbær Reykjavíkur með tilliti til búsetu starfsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Húsið er glerjað að miklu leyti og því nýtur sín vel stórbrotið útsýni yfir Reykjavík, í átt að Esjunni, yfir Elliðavatn og til Bláfjalla.
Staðsetning við Elliðarárdalinn og Elliðavatn býður uppá fjölbreytta útivistarmöguleika í næsta nágrenni. Samnýting á mötuneyti, hjólageymslum, fundarherbergjum, móttöku og annarri fjölbreyttri þjónustu verður í boði fyrir leigjendur húsnæðisins. Urðarhvarf 8 er nýtt húsnæði og hagkvæmur kostur fyrir leigjendur.
Vinnutillaga að innraskipulagi
Húsið er nýbygging og gefst því tækifæri fyrir notendur að hanna innrarými eftir þörfum starfseminnar. Tækifærin eru meðal annars á bættu skipulagi, aðskilnaður deilda, að ráða herbergjaskipan og stærð opins rýmis. Allt til að bæta vinnustaðaumhverfi og ná fram hagræði.
Í húsinu eru næg bílastæði á lóð og í tveggja hæða bílakjallara. Ásamt bílastæðum verður í kjallara hússins bílastæði fyrir rafmagnsbíla, geymslur, hjólageymsla, skiptiklefar og sturtuaðstaða.