Tónahvarf 5 – Atvinnuhúsnæði, Kópavogsbær
Helstu upplýsingar:
Tónahvarf 5 er tveggja hæða staðsteypt fjölnotahúsnæði ásamt millilofti.
Mjög gott útsýni til norðurs á efri hæðum með stórum útsýnisgluggum sem eru allt að 1,8 metri að hæð sem tryggir mikla birtu innan rýmis. Svalir eru á efri hæðum, um 10 fm að stærð.
Nánar um hönnun: Hæðir skiptast í grunnflöt sem er með aðkomu fyrir neðan hús og ásamt aðkomuhæð við Tónahvarf. Um 25% af heildarstærð er með steyptu millilofti sem er hægt að nýta sem skrifstofur eða minni lager. Lofthæðir eru frá 6 – 7,5 metrum að hæð og milliloft frá 3 – 4,2 metrum að hæð.
Rýmum verður skilað með salernum, ræstirými ásamt kaffistofu.
Húsin eru nýtt undir ýmisskonar starfsemi svo sem heildsölur, skrifstofur, verslanir og vörulager.
Áhugasömum aðilum er bent á að senda fyrirspurn á pall@reykjastraeti.is.
FYRIRSPURNIR
Áhugasamir aðilar um leigueiningar Reykjastrætis geta sent fyrirspurnir á netfangið pall@reykjastraeti.is
EIGNASAFN
UM FÉLAGIÐ
Reykjastræti er nýlegt fasteignafélag sem leggur áherslu á að klæðskerasauma ný atvinnurými fyrir sína viðskiptavini. Meirihluti eigna félagsins hafa verið innréttaðar fyrir nútímalegar skrifstofur og heilbrigðisrými sem svara kalli nútímans. Fasteignasafn félagsins telur um 42 þúsund fermetra þar af 4 þúsund fermetrar í byggingu. Um 90% af fermetrum félagsins eru byggðir eftir 2018. Félagið leitar eftir farsælu langtíma viðskiptasambandi við sína leigjendur og stendur félagið fyrir góða þjónustu, gæði og áreiðanleika í viðskiptum.